Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 08. janúar 2022 20:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Útileikmenn gætu þurft að spila í marki á Afríkumótinu
Sadio Mane leikmaður Liverpool er í hóp hjá Senegal
Sadio Mane leikmaður Liverpool er í hóp hjá Senegal
Mynd: EPA
Afríkumótið hefst á morgun í Kamerún með leik heimamanna og Burkina Faso kl 16.

Covid-19 hefur verið að stríða nokkrum liðum sem keppa á mótinu en nýjar reglur hafa verið settar á sem gæti orðið til þess að útileikmaður verði í marki.

Þannig er mál með vexti að leikjum verður ekki frestað nema liðin nái ekki í byrjunarlið, þ.e. ef liðið er ekki með að minnsta kosti ellefu leikmenn klára í leikinn.

Þá skiptir engu máli þó það sé enginn markvörður, þá verður bara útileikmaður að vera í marki. Það kom meðal annars upp hópsmit hjá Senegal fyrir nokkrum dögum en Senegal mætir Zimbabwe á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner