Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 10. desember 2022 16:02
Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið - Stjarnan lenti 0 - 3 undir gegn Val en vann
Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan) og Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)  eigast við í leiknum í dag. Þeir komu báðir til sinna félaga frá FH í vetur.
Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan) og Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) eigast við í leiknum í dag. Þeir komu báðir til sinna félaga frá FH í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 4 - 3 Valur
0 - 1 Kristinn Freyr Sigurðsson
0 - 2 Haukur Páll Sigurðsson
0 - 3 Guðmundur Andri Tryggvason
1 - 3 (sjálfsmark)
2 - 3 Helgi Fróði Ingason
3 - 3 Guðmundur Kristjánsson
3 - 4 Björn Berg Bryde

Stjarnan tók á móti Val í Bose-mótinu í dag og vann ótrúlegan 4 - 3 sigur eftir að hafa lent 0 - 3 undir í fyrri hálfleik.


Stjarnan byrjaði leikinn með fremur ungt lið en í bland við gamla en Guðmundur Kristjánsson sem kom frá FH í vetur og Heiðar Ægisson sem kom til baka úr Val byrjuðu báðir.

Hjá Val var öllu sterkara byrjunarlið en hjá þeim var Elfar Freyr Helgason í hjarta varnarinnar, hann kom frá Breiðabliki í vetur og einnig Kristinn Freyr Sigurðsson sem kom frá FH í vikunni. Bæði lið skiptu hinsvegar mikið um leikmenn enda æfingar nýlega hafnar.

Valur byrjaði leikinn mikið betur og leiddi 3 - 0 í hálfleik með mörkum Kristins Freys, Hauks Páls Sigurðssonar og Guðmundar Andra Tryggvasonar.

Seinni hálfleikurinn var svo hálfleikur Stjörnunnar sem skoraði fjögur mörk. Fyrsta markið var sjálfsmark en svo skoraði Helgi Fróði Ingason sem er fæddur 2005.  Guðmundur Kristjánsson jafnaði metin og Björn Berg Bryde skoraði sigurmarkið.

Hér að neðan má sjá riðlaskiptinguna og leikjaplanið í mótinu.


A Riðill
1. Fram (3 stig +2)
2. KR (3 stig +1)
3. Breiðablik (0 stig -2)

B Riðill
1. Stjarnan (4 stig +1)
2. Víkingur R. (1 stig 0) 
3. Valur (0 stig -1)

Laugardagurinn 3. desember
12:00 FRAM 3 - 2 Breiðablik (Úlfarsárdalsvöllur)  | Mörkin

Miðvikudagurinn 7. desember
19:00 Víkingur 1 - 1 Stjarnan (Víkingsvöllur)

Fimmtudagurinn 8.desember
19:00 Breiðablik 3 - 4 KR (Kópavogsvöllur)

Laugardagurinn 10.desember
12:00 Stjarnan 4 - 3 Valur (Samsungvöllur) | Myndir

Þriðjudagurinn 13.desember
17:00 KR - FRAM (KR völlur)

Fimmtudagurinn 15.desember 2022
19:00 Valur - Víkingur (Origovöllur)


Athugasemdir
banner
banner