Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. febrúar 2023 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk símtal frá foreldrum sínum - „Spurðu hvort við værum á leiðinni"
Fjölskyldan.
Fjölskyldan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Rasmus Christiansen gekk í raðir Aftureldingar á dögunum eftir að hafa verið á mála hjá Val í mörg ár.

Hann fékk ekki nýjan samning hjá Val og þurfti þess vegna að leita á ný mið. Það voru sögusagnir um að hann og kærasta hans, Elísa Viðarsdóttir, væru á leið til Danmerkur en þau enduðu á því að vera bæði áfram á Íslandi.

Rasmus var spurður út í þessar sögur í viðtali sem var tekið við hann í gær.

„Það kom fram í fjölmiðlum áður en það kom á borð hjá fjölskyldunni. Við vorum ekki búin að heyra neitt um þetta," sagði Rasmus.

„Ég fékk símtal frá foreldrum mínum og þau spurðu hvort við værum á leiðinni. Þetta var ekki í gangi þegar þetta kom í fréttir, en við höfum talað við félög hér á landi og erlendis - líka í Danmörku. Það gekk ekki upp fyrir okkur að þessu sinni."

„Það er ekkert leyndarmál að við höfum reynt að fara út og spila saman, en það gekk ekki upp fyrir okkur bæði í þetta skiptið," sagði Rasmus.
Heiður að fá svona mörg símtöl - Fékk góða gjöf eftir skiptin
Athugasemdir
banner
banner
banner