Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 08. febrúar 2023 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Huddersfield án stjóra í fjórða sinn á tímabilinu (Staðfest)

Huddersfield Town er búið að staðfesta brottrekstur Mark Fotheringham úr stjórastólnum eftir 21 leik við stjórnvölinn.


Huddersfield er því í stjóraleit í fjórða sinn síðan í sumar eftir að Carlos Corberan sagði upp í júlí.

Fotheringham var rekinn eftir 2-2 jafntefli í fallbaráttuslag gegn tíu leikmönnum Blackpool í gærkvöldi. Huddersfield var með 0-1 forystu þegar Blackpool missti mann af velli.

Eftir jafnteflið er Huddersfield í fallsæti með 28 stig eftir 29 umferðir, en þar af eru ekki nema 7 sigrar. 

Narcis Pelach tekur við sem bráðabirgðastjóri og stýrir Huddersfield í næsta leik, sem er gífurlega mikilvægur slagur gegn botnliði Wigan.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner