mán 08. mars 2021 22:31
Victor Pálsson
Lengjubikar kvenna: Guðrún Elísabet með þrennu
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það voru þrír leikir spilaðir í B-deild Lengjubikar kvenna í kvöld en 11 mörk voru skoruð í þeim viðureignum.

Grótta nældi í sitt fyrsta stig eftir tap gegn HK í fyrstu umferð en liðið náði jafntefli gegn ÍA á heimavelli.

ÍA komst yfir í tvígang í þessum leik en Grótta svaraði í bæði skiptin og tókst að harka inn stigi.

Víkingur Reykjavík og HK skildu jöfn, 1-1 og Afturelding vann þá lið Hauka með þremur mörkum gegn tveimur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði öll þrjú mörk Aftureldingar.

Grótta 2 - 2 ÍA
0-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir('7)
1-1 María Lovísa Jónsdóttir('29)
1-2 Róberta Lilja Ísólfsdóttir('35)
2-2 Bjargey Sigurborg Ólafsson('49)

Víkingur R. 1 - 1 HK
0-1 Elísabet Eir Hjálmarsdóttir ('70)
1-1 Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('89)

Afturelding 3 - 2 Haukar
Mörk Aftureldingar: Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir með þrennu.
Athugasemdir
banner
banner
banner