Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   mið 08. mars 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jorginho mætti Jesus í ökutíma - Gat ekki haldið aftur af hlátrinum
Styttist í að Jesus geti farið að spila aftur.
Styttist í að Jesus geti farið að spila aftur.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus er að vinna í því að koma sér aftur á fótboltavöllinn eftir meiðsli sem hann varð fyrir með brasilíska landsliðinu á HM í Katar. Það er þó ekki það eina sem hann er að vinna í því hann er einnig að læra að keyra.

Jorginho, liðsfélagi Jesus, mætti honum í ökutíma í vikunni, reif upp símann og gat ekki haldið aftur af hlátrinum.

Eitthvað fannst brasilíska Ítalanum það fyndið að Jesus væri í ökutíma. Myndbandið af atvikinu má sjá hér að neðan.

Framundan hjá Arsenal er fyrri leikurinn gegn Sporting CP í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sá leikur fer fram í Lissabon og er orðrómur um að Jesus ferðist með í leikinn.Athugasemdir
banner
banner
banner