Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 08. apríl 2014 16:15
Magnús Már Einarsson
Garðar Jó missir af byrjun móts
Garðar fagnar marki í fyrra.
Garðar fagnar marki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóhannsson, framherji Stjörnunnar, mun missa af byrjun Íslandsmótsins.

Garðar hefur verið meiddur í vetur en hann fór í speglun á hné fyrir tveimur mánuðum síðan. Speglunin gekk ekki samkvæmt áætlun og því fór hann aftur í speglun í gær.

Fimm umferðir fara fram í Pepsi-deildinni í maí og útlit er fyrir að Garðar missi af þeim öllum.

,,Við reiknum ekkert með honum fyrr en í júní, annað er bara plús," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net í dag.

Rúnar Páll segir óljóst hvort að Garðbæingar muni styrkja leikmannahópinn meira áður en liðið mætir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí.

,,Við sjáum hvað gerist, hvort við fáum kannski einn mann í fremstu víglínu. Það er ekkert í hendi, við metum stöðuna núna. Það er ekki auðvelt að finna menn," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner