Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 23:36
Elvar Geir Magnússon
Hversu mikið átti FH að fá víti á skalanum 1-10?
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var frábærlega staðsettur.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var frábærlega staðsettur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson og aðrir FH-ingar voru ekki sáttir við að fá ekki vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Breiðabliki í viðureign liðanna í kvöld. Damir Muminovic virtist brjóta á Sigurði Bjarti Hallssyni.

Ívar Orri Kristjánsson dómari dæmdi ekkert en Hafliði Breiðfjörð tók þessar góðu myndir af atvikinu.

Hversu mikið á skalanum 1-10 hefði FH átt að fá víti? Þessari spurningu var velt upp í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

„Þetta var bara tíu. Ég var alveg gáttaður þegar hann dæmdi ekki víti. Hliðina á mér sat Nikolaj Hansen framherji Víkings og hann skildi heldur ekkert í þessu. Þetta var borðleggjandi víti," svaraði Sæbjörn Steinke sem var á vellinum í kvöld.

„Mér sýndist Ívar dómari vera í smá snóker þegar hann dettur. Þetta var greinilegt víti. Þú sérð líka hvernig Damir bregst við þessu," sagði Valur Gunnarsson í þættinum.

Breiðablik skoraði síðan annað mark og tryggði sér 2-0 sigur.
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner