De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   fim 08. júní 2023 22:05
Þorsteinn Haukur Harðarson
Chris Brazell: Galið að spila hérna inni í júní
Lengjudeildin
watermark Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Í fyrsta lagi finnst mér galið að við séum að spila hérna inni í júní," sagði Chriss Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 2-2 jafntefli gegn Fjölni í Egilshöll í kvöld. Hann hafði svo ekki sagt sitt síðasta um Egilshöllina.


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Grótta

"Það er hægt að segja að ég sé að afsaka mig en mér finnst þetta fáránlegt. Hvernig getur íslenskur fótbolti þróast ef tvö lið með góða unga leikmenn þurfa að spila inni í júní. Það er ósanngjarnt fyrir bæði lið og ég er fyrst og fremst ánægður með að komast frá leiknum á þessu grasi án meiðsla."

Þá segist hann nokkuð ánægður með frammistöðuna en er svekktur að hún hafi ekki dugað til sigurs. "Frammistaðan var fín. Við vorum hugrakkir og þetta er betra en við höfum sýnt í seinustu leikjum. Við áttum að vinna leikinn."

"Við viljum ekki að það verði saga tímabilsins að við spilum vel en gerum jafntefli. Það man engin eftir góðum liðum sem vinna ekki."


¨Þá ræddum við um valið á U-19 landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM en tveir leikmenn Gróttu, þeir Arnar Daníel Aðalsteinsson og Arnar Númi Gíslason eru í hópnum. "Fyrstu viðbrögð voru vonbrigði að Steinar (Sigurður Steinar Björnsson) hafi ekki verið valinn líka. Hann spilar í hverri viku í þessari deild. Ég hef ekki náð að óska hinum tveimur til hamingju ennþá. Ég vona að þeir haldi áfram að einbeita sér að næstu leikjum og að bæta sig en svo þegar mótið byrjar hlakka ég til að horfa á og ég vona að þeir standi sig vel."

 Að lokum var Chris spurður hvort Grótta muni reyna að færa til leiki á meðan U-19 mótið fer fram "Já. Aðallega því ég sé veðrið úti og hugsa hvað það væri gott að komast í sólina í nokkra daga," sagði Chris í gríni og bætti við. "Við munum pottþétt biðja um frestun."


Athugasemdir
banner
banner
banner