Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 08. júlí 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Sturridge spenntur fyrir Bandaríkjunum og Frakklandi
Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool, er í leit að nýju félagi eftir að hafa rift samningi hjá Trabzonspor í Tyrklandi í mars.

Sturridge var settur í bann í mars fyrir að brjóta veðmálareglur en banninu lauk á dögunum.

Hinn þrítugi Sturridge er sagður spenntur fyrir því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum eða í frönsku úrvalsdeildinni en félög í þessum deildum hafa sýnt áhuga.

Sturridge stofnaði tónlistarfyrirtækið Dudley Road Records árið 2017 og hann vonast til að geta gert meira úr í Banndaríkjunum.

Því hefur hann áhuga á að spila í MLS-deildinni en auk félaga í Bandaríkjunum og Frakklandi þá hefur ítalska félagið Benevento sýnt Sturridge áhuga.
Athugasemdir