Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. júlí 2022 09:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Kristall Máni á leið til Rosenborg
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, er sagður nálgast norska stórliðið Rosenborg.

Það kemur fram hjá norska fjölmiðlinum Nettavisen í morgunsárið að Kristall sé að færast nær því að verða leikmaður Rosenborg.

Kristall hefur verið besti maður Víkinga í sumar og einnig staðið sig vel með U21 landsliðinu.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sagði nýverið að Kristall yrði pottþétt seldur í glugganum sem stendur yfir í þessum mánuði.

„Ég held það sé bara engin spurning, það kæmi mér verulega á óvart ef það gerðist ekki. Hann er fyrir mér búinn að vera besti maðurinn á Íslandsmótinu, ekkert flóknara en það. Ísak hefur líka staðið sig mjög vel en alhliða leikur Kristals er búinn að vera sterkari að mínu mati og ég held að það sé engin spurning að hann sé að fara út. Það kæmi mér virkilega á óvart ef hann fer ekki út," sagði Arnar.

Rosenborg er sigursælasta félag Noregs og hefur unnið norsku úrvalsdeildina 26 sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner