Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   þri 08. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Algjört draumastarf fyrir mig. Ég gat ekki sagt neitt annað en já við þessu," sagði Einar Guðnason sem var ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings á dögunum. Fótbolti.net náði tali á honum á fyrstu æfingu liðsins undir hans stjórn í gær.

„Ég hafði einhverja tvo til þrjá daga til að hugsa málið. Þetta tók nú ekki einu sinni tvo til þrjá daga fyrir mig að hugsa málið."

Einar hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár þar sem hann sinnti starfi „transition“ þjálfara hjá Örebro þar sem hann aðstoðaði leikmenn að taka skrefið úr akademíu og inn í aðalliðið og var um tíma aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þá hefur hann síðastliðin tvö tímabil þjálfað U-19 kvenna í akademíunni hjá Örebro.

Konan hans hefur verið í námi í Svíþjóð en stefnan var alltaf að koma heim í september. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri þannig ég stökk aðeins fyrr heim," sagði Einar.

Víkingur vann Lengjudeildina sumarið 2023 og varð bikarmeistari sama ár og hafnaði síðan í 3. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar. Liðið er hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar í dag og John Andrews var látinn taka pokann sinn og Einar ráðinn í staðinn. Hann þekkir vel til í Víkinni. Hann spilaði upp alla yngri flokkana, var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari yngri flokka, yfirþjálfari barna- og unglingaráðs og síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

„Þetta er flottur mannskapur og flott lið. Stundum er þetta bara stöngin út. Ég hef fulla trú á því að við náum að snúa þessu við. Við þurfum að breyta aðeins til, herða þær skrúfur sem þarf að herða," sagði Einar.

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Einars verður gegn Stjörnunni þann 25. júlí í Víkinni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 15 13 1 1 61 - 11 +50 40
2.    FH 15 11 2 2 38 - 17 +21 35
3.    Þróttur R. 15 9 2 4 27 - 18 +9 29
4.    Valur 15 7 3 5 22 - 21 +1 24
5.    Þór/KA 14 7 0 7 27 - 25 +2 21
6.    Víkingur R. 15 5 1 9 31 - 36 -5 16
7.    Stjarnan 14 5 1 8 19 - 30 -11 16
8.    Fram 14 5 0 9 20 - 38 -18 15
9.    Tindastóll 15 4 2 9 19 - 34 -15 14
10.    FHL 14 1 0 13 8 - 42 -34 3
Athugasemdir