Oliver Ekroth, fyrirliði Víkinga, var kampakátur með 4-1 sigur Víkinga á Vestra en Víkingar heldur áfram að setja þrýsting á Val á toppi deildarinnar með úrslitunum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 1 Vestri
„Þetta var nokkuð gott. Mér leið eins og Vestri væru ekki alveg líkir sjálfum sér í kjölfarið á bikarúrslitaleiknum. Við vorum góðir, skorum fjögur mörk og höldum áfram að vinna heimaleikina okkar og það er það mikilvægasta á þessum tímapunkti.
Vestri voru sannarlega ekki upp á sitt besta enda gáfu þeir allt í bikarúrslitaleikinn sem fram fór á föstudaginn.
„Ég bjóst ekki við því fyrirfram að þeir yrðu ekki upp á sitt besta. Maður býst alltaf við því að Vestri séu með gott orkustig og góðir í vörn. Við skoruðum nokkuð snemma og það gerði það verkum að við urðum nokkuð þægilegir. Við gerðum okkar í dag og það er það eina sem skiptir máli.
Nikolaj Hansen og Valdimar Þór Ingimundarson komu Víking snemma í 2-0 í dag.
„Það gaf okkur klárlega smá andrými. Það gerir leiki sem þessa auðveldari að ná inn fyrsta markinu, þá getur maður þrýst á að ná inn öðru marki og ef það tekst fær maður öryggistilfinningu. Mér líður vel og er ánægður með frammistöðu liðsins í dag.
Víkingur er í harðri toppbaráttu en eru tveimur stigum á eftir toppliði Vals.
„Allir leikir eru núna eins og úrslitaleikir. Við náðum ekki í þau úrslit sem við vildum í Evrópu og nú horfum við bara á restina af leikjunum sem úrslitaleiki. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn gegn Breiðabliki.
Athugasemdir