Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 26. ágúst 2025 22:07
Kjartan Leifur Sigurðsson
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth, fyrirliði Víkinga, var kampakátur með 4-1 sigur Víkinga á Vestra en Víkingar heldur áfram að setja þrýsting á Val á toppi deildarinnar með úrslitunum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Vestri

„Þetta var nokkuð gott. Mér leið eins og Vestri væru ekki alveg líkir sjálfum sér í kjölfarið á bikarúrslitaleiknum. Við vorum góðir, skorum fjögur mörk og höldum áfram að vinna heimaleikina okkar og það er það mikilvægasta á þessum tímapunkti.

Vestri voru sannarlega ekki upp á sitt besta enda gáfu þeir allt í bikarúrslitaleikinn sem fram fór á föstudaginn.

„Ég bjóst ekki við því fyrirfram að þeir yrðu ekki upp á sitt besta. Maður býst alltaf við því að Vestri séu með gott orkustig og góðir í vörn. Við skoruðum nokkuð snemma og það gerði það verkum að við urðum nokkuð þægilegir. Við gerðum okkar í dag og það er það eina sem skiptir máli.

Nikolaj Hansen og Valdimar Þór Ingimundarson komu Víking snemma í 2-0 í dag.

„Það gaf okkur klárlega smá andrými. Það gerir leiki sem þessa auðveldari að ná inn fyrsta markinu, þá getur maður þrýst á að ná inn öðru marki og ef það tekst fær maður öryggistilfinningu. Mér líður vel og er ánægður með frammistöðu liðsins í dag.

Víkingur er í harðri toppbaráttu en eru tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

„Allir leikir eru núna eins og úrslitaleikir. Við náðum ekki í þau úrslit sem við vildum í Evrópu og nú horfum við bara á restina af leikjunum sem úrslitaleiki. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner