Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   þri 26. ágúst 2025 22:42
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega fúllt. Mér fannst við spila frábæran leik lengst af í dag. 75-80% af leiknum eru frábærlega spilað hjá okkur, geggjuð mörk sem við skoruðum í fyrri hálfleik, áttum að skora fleiri en svo er það korter í byrjun seinni hálfleik sem þeir ganga á lagið." sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 4-3 tapið á Hlíðarenda í kvöld gegn Val. 


Lestu um leikinn: Valur 4 -  3 Afturelding

„Þeir eiga þarna hörkukafla þar sem við gerum ekki nógu vel og mómentið var með þeim, þeir eru öflugir í föstum leikatriðum, skora þar fyrsta markið og fá einhverneigin trú á meðan við gerðum okkur seka um mistök en ég er mjög ánægður með strákana eftir það. Þeir brugðust við, héldu áfram og við erum að reyna allan leikinn."

„Það er margt jákvætt í frammistöðunni en auðvitað niðurstaðan mjög súr."

Má segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleika? 

„Það er klárlega hægt að segja það en samt erum við einhverneigin að banka hérna í lokin og erum að reyna allan tíman, trúin var enþá til staðar og við verðum bara halda áfram að því sem við erum að gera."

Framundan er leikur gegn FH á heimavelli um helgina. Hvernig horfir Magnús Már í það verkefni? 

„FH er með öflugt lið og hafa verið að spila vel í sumar og ættu mögulega að vera með fleiri stig miðavið spilamennsku, eins og við þannig við þurfum að vera klárir í hörkuleik á sunnudaginn, það verður gaman að fá FH í heimsókn."

Nánar var rætt við Magnús Már í viðtalinu hér að ofan.



Athugasemdir