„Gríðarlega fúllt. Mér fannst við spila frábæran leik lengst af í dag. 75-80% af leiknum eru frábærlega spilað hjá okkur, geggjuð mörk sem við skoruðum í fyrri hálfleik, áttum að skora fleiri en svo er það korter í byrjun seinni hálfleik sem þeir ganga á lagið." sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 4-3 tapið á Hlíðarenda í kvöld gegn Val.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 3 Afturelding
„Þeir eiga þarna hörkukafla þar sem við gerum ekki nógu vel og mómentið var með þeim, þeir eru öflugir í föstum leikatriðum, skora þar fyrsta markið og fá einhverneigin trú á meðan við gerðum okkur seka um mistök en ég er mjög ánægður með strákana eftir það. Þeir brugðust við, héldu áfram og við erum að reyna allan leikinn."
„Það er margt jákvætt í frammistöðunni en auðvitað niðurstaðan mjög súr."
Má segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleika?
„Það er klárlega hægt að segja það en samt erum við einhverneigin að banka hérna í lokin og erum að reyna allan tíman, trúin var enþá til staðar og við verðum bara halda áfram að því sem við erum að gera."
Framundan er leikur gegn FH á heimavelli um helgina. Hvernig horfir Magnús Már í það verkefni?
„FH er með öflugt lið og hafa verið að spila vel í sumar og ættu mögulega að vera með fleiri stig miðavið spilamennsku, eins og við þannig við þurfum að vera klárir í hörkuleik á sunnudaginn, það verður gaman að fá FH í heimsókn."
Nánar var rætt við Magnús Már í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir