„Þetta var ljúft. Þetta var leikur tveggja hálfleika." sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals eftir 4-3 sigurinn á Aftureldingu á Hlíðarenda í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 3 Afturelding
„Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik en við náðum að tjasla okkur saman og koma til baka að virkilegum krafti í seinni. Það voru erfiðar aðstæður í dag, mikill vindur svona skávið völlinn og það var erfitt að reikna út boltann en við komum bara virkilega grimmir út í seinni hálfleik og það var nóg í dag."
Valur voru andlausir í fyrri hálfleik og Hólmar Örn tók undir það.
„Virkilega dapur fyrri hálfleik hjá okkur, við breytum aðeins pressunni okkar og förum aðeins öðruvísi maður á mann í seinni hálfleik sem gékk töluvert betur og á móti þessu Aftureldingarliði sem eru góðir að spila upp og góðir batta niður og við þurftum aðeins að breyta til þess að verjast því."
Valur tapaði gegn Vestra í bikarúrslitunum á Föstudaginn. Var erfitt að gíra sig upp í þennan leik eftir þau vonbrigði?
„Maður þurfti aðeins að hrista það af sér, það voru mikil vonbrigði en við erum með mikið til að keppa um núna það sem eftir er tímabils og við þurfum að nota þennan seinni hálfleik í það."
Valur er á toppnum með tveggja stiga forskot þegar tvær umferðir eru eftir og svo tvískipting. Hvernig horfir Hólmar í frammhaldið?
„Við ætlum bara að keyra á þetta. Við ætlum að sýna frammistöður eins og við gerðum í seinni hálfleik í dag og finna út úr því hvernig við getum byrjað leiki."