Stjarnan fór í heimsókn á Meistaravelli og mætti KR í Bestu-deildinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu með 1-2 tapi KR, þar sem Örvar Eggertsson skoraði sigurmark Stjörnunnar undir lok leiks. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 Stjarnan
„Þeir voru sterkari aðilinn i dag, við áttum ekki frábæran leik. En ég er ánægður með það sem við gerðum vel. Við tókum yfir á kafla í stöðunni 1-1. Þá fannst ég mér við taka yfir og sækja sigurinn og það gekk. Það eru einhverjir jákvæðir kaflar, en heilt yfir erum við allir þar inni í þessum klefa að við ætlum að gera betur en í dag.“
Bæði mörk Stjörnunnar komu eftir hornspyrnur.
„Það er mikill munur á þessum liðum í föstum leikatriðum þannig við lögðum áherslu á það og menn gerðu það vel.“
Með sigrinum kemur Stjarnan sér upp í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Vals sem á leik til góða.
„Tilfinningin er góð, það er góð stemning í liðinu. Mér líður eins og við séum á góðum stað. En við ætlum að gera betur en í dag.“
„Við erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið, við ætlum okkur meira, en eftir leikinn í dag held ég að við eigum fullt í fangi með að vera beittir og orkumiklir.“
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 19 | 11 | 4 | 4 | 47 - 28 | +19 | 37 |
2. Víkingur R. | 19 | 10 | 5 | 4 | 34 - 24 | +10 | 35 |
3. Stjarnan | 20 | 10 | 4 | 6 | 38 - 32 | +6 | 34 |
4. Breiðablik | 19 | 9 | 5 | 5 | 34 - 29 | +5 | 32 |
5. FH | 20 | 7 | 5 | 8 | 37 - 32 | +5 | 26 |
6. Vestri | 19 | 8 | 2 | 9 | 20 - 19 | +1 | 26 |
7. KA | 20 | 7 | 5 | 8 | 23 - 35 | -12 | 26 |
8. Fram | 20 | 7 | 4 | 9 | 28 - 28 | 0 | 25 |
9. ÍBV | 20 | 7 | 4 | 9 | 21 - 27 | -6 | 25 |
10. KR | 20 | 6 | 5 | 9 | 41 - 43 | -2 | 23 |
11. Afturelding | 19 | 5 | 6 | 8 | 24 - 30 | -6 | 21 |
12. ÍA | 19 | 5 | 1 | 13 | 20 - 40 | -20 | 16 |
Athugasemdir