„Ég er mjög kátur. Þvílík endurkoma hjá okkur í seinni hálfleik eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg 2-0 undir á okkar heimavelli." sagði Tufa eftir 4-3 sigurinn á Aftureldingu á Hlíðarenda í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 3 Afturelding
„Við sýndum alls ekki góðan anda í fyrri hálfleik og ekki eitthvað sem við stöndum fyrir. Töluðum saman hreint út í hálfleik og ég sagði bara við strákanna að við þurfum að breyta okkur öllum í seinni hálfleik og koma í seinni hálfleikinn, leggja allt í sölurnar og hafa trú á því að við getum búið til alvöru endurkomu í seinni hálfleik og við gerðum það svo sannarlega."
Valur voru virkilega andlausir í fyrri hálfleik og áttu ekkert annað skilið en að vera undir í hálfleik í kvöld.
„Ég hef enga skýringu. planið okkar var ekki að koma og spila fyrri hálfleik svona, sérstaklega eftir að við fengum fyrsta markið á okkur. Mér fannst svona á undan því leikurinn 50/50 og vindurinn hafði svolítil áhrif á leikinn og það var ekki auðvelt að skapa eitthvað mikið en eftir fyrsta markið þá hættum við bara, ekkert einhverjir leikmenn það voru bara allir."
„En við verðum að tala um seinni hálfleikinn, allt sem við gerðum vel þar og hvernig við höfðum trú á sjálfum okkur að við hefðum geta snúið leiknum, fengum verðlaun út frá því."
Nánar var rætt við Túfa í sjónvarpinu hér að ofan. Meiðsli Pedersen, frammistöðu Tryggva Hrafns og margt fleira.