Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 08. ágúst 2022 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Coady á leið til Everton - Búinn í læknisskoðun
Mynd: EPA
Conor Coady, miðvörður Wolves, er að ganga í raðir Everton á láni út tímabilið. Coady hefur verið orðaður við skipti til Everton að undanförnu og þau virðast vera að ganga í gegn.

Á SkySports er greint frá því að Coady sé búinn í læknisskoðun og einungis eigi eftir að staðfesta hann sem nýjan leikmann Everton.

Sagt er frá því að Everton geti keypt Coady, sem er 29 ára, í framhaldinu. Hann var settur á bekkinn þegar Wolves mætti Leeds á laugardag eftir að hafa verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár og fyrirliði liðsins.

Everton þarf sárlega á miðverði að halda eftir að Ben Godfrey og Yerry Mina meiddust gegn Chelsea á laugardag.

West Ham hafði einnig áhuga á Coady en hann ákvað að velja Everton frekar þar sem telur að hann sé öruggari með byrjunarliðssæti hjá Everton.

West Ham er sagt horfa til Thilo Kehrer hjá PSG í leit sinni að miðverði.
Enski boltinn - Nýtt mót en sama gamla Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner