Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 08. ágúst 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
West Ham að stela Todibo undan nefinu á Juventus
Mynd: EPA

Það er útlit fyrir að West Ham sé að stela franska varanarmanninum Jean-Clair Todibo frá Juventus en Fabrizio Romano greinir frá þessu.


Juventus hefur undanfarnar vikur verið í viðræðum við Nice en félögin hafa ekki tekist að ná samkomulagi.

Romano segir að Nice hafi samþykkt 40 milljón evra tilboð frá West Ham og Nice fær prósentu af söluverði Todibo ef hann yfirgefur West Ham.

Hann mun hins vegar koma til West Ham á láni út komandi tímabil og ganga svo alfarið til liðs við félagið í kjölfarið. West Ham vonast til að ná að bóka læknisskoðun fyrir hann á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner