Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fös 08. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Tveir sigrar í röð hjá Árborg - Kristinn Ásgeir raðar inn mörkum
Kristinn Ásgeir innsglaði sigurinn gegn Kríu.
Kristinn Ásgeir innsglaði sigurinn gegn Kríu.
Mynd: Guðmundur Karl/Sunnlenska.is
Kría 1 - 3 Árborg
0-1 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('43 )
1-1 Tómas Helgi Snorrason ('51 )
1-2 Gestur Helgi Snorrason ('63 )
1-3 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('90 )

Árborg vann annan leik sinn í röð í 4. deild karla er liðið lagði Kríu að velli, 3-1, á Vivaldi-vellinum á Seltjarnaresi í gær.

Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoraði 12. deildarmark sitt fyrir Árborg í sumar er hann kom liðinu yfir skömmu fyrir leikhlé, en Tómas Helgi Snorrason svaraði í byrjun síðari.

Á 63. mínútu kom Gestur Helgi Snorrason gestunum aftur yfir áður en Kristinn gerði þrettánda mark sitt í deildinni undir lok leiksins.

Kristinn er næst markahæstur í deildinni en aðeins Bjarki Sigurjónsson úr KÁ hefur skorað fleiri eða 18 talsins.

Árborg er í 3. sæti með 26 stig á meðan Kría er í 8. sæti með 13 stig.

Kría Ásgrímur Daníel Víðisson (m), Bjarni Rögnvaldsson, Tómas Helgi Snorrason, Ólafur Stefán Ólafsson, Páll Bjarni Bogason (86'), Hafþór Bjarki Guðmundsson, Kolbeinn Ólafsson, Einar Þórðarson (86'), Magnús Birnir Þórisson (75'), Viktor Steinn Bonometti (86'), Skarphéðinn Traustason (75')
Varamenn Gústaf Sigurðsson (75'), Halldór Kristján Baldursson, Ástráður Leó Birgisson (75'), Viðar Þór Sigurðsson (86'), Haraldur Ingi Ólafsson (86'), Markús Þórðarson (86'), Hallgrímur Daðason

Árborg Pétur Logi Pétursson (m), Kristinn Ásgeir Þorbergsson, Jökull Hermannsson, Ísak Leó Guðmundsson, Sigurjón Reynisson (60'), Þormar Elvarsson, Adam Örn Sveinbjörnsson, Aron Freyr Margeirsson (75'), Aron Ingi Þorkelsson (60'), Gestur Helgi Snorrason (90'), Aron Darri Auðunsson (75')
Varamenn Birkir Óli Gunnarsson, Ari Rafn Jóhannsson (60), Steinar Aron Magnússon (75), Magnús Hilmar Viktorsson, Andrés Karl Guðjónsson (75), Guðmundur Jón Þórðarson (90)
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 13 9 4 0 58 - 18 +40 31
2.    KH 13 8 2 3 37 - 23 +14 26
3.    Árborg 14 7 5 2 35 - 23 +12 26
4.    Vængir Júpiters 13 5 6 2 27 - 21 +6 21
5.    Elliði 13 5 5 3 25 - 26 -1 20
6.    Hafnir 13 5 0 8 28 - 37 -9 15
7.    Álftanes 13 4 2 7 19 - 29 -10 14
8.    Kría 14 3 4 7 25 - 33 -8 13
9.    KFS 13 4 1 8 23 - 50 -27 13
10.    Hamar 13 0 3 10 17 - 34 -17 3
Athugasemdir
banner