Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla þeir að taka yfir íslenskan fótbolta í Lengjudeildinni?
KR er í næst neðsta sæti Bestu deildarinnar.
KR er í næst neðsta sæti Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie Chopart lék áður með KR í fjöldamörg ár.
Kennie Chopart lék áður með KR í fjöldamörg ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Meistaravöllum.
Frá Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er í bullandi vandræðum í Bestu deildinni og er í fallsæti þegar 17 umferðir eru búnar. Varnarleikurinn hefur verið slakur í sumar og sóknarleikurinn hefur verið stirður í síðustu leikjum.

KR tapaði sanngjarnt gegn ÍBV í Þjóðhátíðarleiknum og er liðið aðeins með 17 stig eftir 17 leiki.

Undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar hefur KR farið í sérstaka vegferð og „brennt skipin" eins og frægt er orðið. KR spilar áhættusækinn fótbolta en lið virðast vera búin að finna lausnina gegn því. Það er alls ekki útilokað að KR verði í Lengjudeildinni næsta sumar.

„Það voru sóttir KR-ingar og ungir strákar eins og Cosic, Júlli og Dóri. En það er enginn andi inn á vellinum," sagði Magnús Haukur Harðarson þegar rætt var um KR í Innkastinu. „Það er engin ástríða."

„Aron (Sigurðarson) nefnir í viðtali eftir Blikaleikinn að þeir muni taka yfir íslenskan fótbolta... en þeir eru í næst síðasta sæti og það er ekkert skrítið að menn missi sjálfstraust inn á vellinum. Í byrjun tímabils hugsaði maður 'ég fyrirgef KR að spila þennan bolta þar sem þetta er ekkert eðlilega skemmtilegt' en í síðustu fjórum leikjum hafa þeir skorað þrjú mörk. Þeir eru ekki einu sinni það skemmtilegir lengur. Lið eru búin að lesa þá," sagði Valur Gunnarsson.

Vantar karakter eins og Kennie Chopart
Það er vika eftir af félagaskiptaglugganum og KR er að skoða í kringum sig. KR fékk fyrr í dag Galdur Guðmundsson frá Horsens í Danmörku en áður höfðu Amin Cosic komið frá Njarðvík og Orri Hrafn Kjartansson frá Val. Það vantar fleiri varnarmenn og fleiri leiðtoga í þetta lið að mati sérfræðingana.

Hvernig myndirðu sækja í þetta KR lið?

„Kennie Chopart," sagði Valur og hló létt en Kennie var áður á mála hjá KR í fjöldamörg ár áður en hann fylgdi Rúnari Kristinssyni í Fram. „Það er ekta leikmaður sem þá vantar," sagði Valur jafnframt.

„Tæku ekki öll lið Patrick Pedersen?" sagði Magnús Haukur. „Ég er samt sammála með karakter eins og Kennie Chopart. Mér finnst auðmýktin í Vesturbænum geta verið meiri. Aron talar um að taka yfir íslenskan fótbolta en ætla þeir þá að taka hann yfir í Lengjudeildinni? Við getum skoðað leikmenn KR, hópinn þeirra. Getum við sagt að 50 prósent af þessum leikmönnum séu Lengjudeildarleikmenn?"

„Miðað við hvernig þetta þróast núna, þá er KR - ef ekkert breytist - líklegasta liðið til að enda í neðsta sæti deildarinnar," sagði Elvar Geir Magnússon.

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér að neðan.
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Athugasemdir
banner
banner