Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Þróttur hafði betur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Þróttur R.
Þróttur R. 2 - 1 Víkingur R.
1-0 Kate Cousins ('24)
2-0 Kayla Marie Rollins ('36)
2-1 Ashley Jordan Clark ('54)
Rautt spjald: Sóley María Steinarsdóttir, Þróttur ('72)

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Víkingur R.

Þróttur og Víkingur áttust við í áhugaverðum Reykjavíkurslag í Bestu deild kvenna í dag og fór leikurinn fjörlega af stað þar sem liðin skiptust á að eiga góð færi.

Bæði lið áttu skalla í slá á upphafskaflanum, áður en hin hæfileikaríka Katie Cousins var heppin að vera rétt kona á réttum stað til að taka forystuna á 24. mínútu. Fyrirgjöf sem breytti um stefnu af varnarmanni datt beint fyrir fætur Katie sem skoraði úr þægilegu færi.

Heimakonur tóku öll völd á vellinum eftir opnunarmarkið og komust nokkrum sinnum nálægt því að tvöfalda áður en Kayla Marie Rollins kom boltanum í netið. Það réði engin við Kayla í loftinu þar sem hún stangaði fyrirgjöf frá Mist Funadóttur í netið.

Staðan var 2-0 í leikhlé en Víkingar ákváðu að gera leik úr þessu í síðari hálfleik og voru fljótar að minnka muninn. Ashley Jordan Clark bætti þar upp fyrir slæmt klúður undir lok fyrri hálfleiks. Ashley nýtti sér varnarmistök hjá Sæunni Björnsdóttur til að skora. Skömmu síðar fékk Sæunn tækifæri til að skora sjálf en klúðraði því.

Það var nóg um að vera í gífurlega skemmtilegum leik en á 72. mínútu fékk Sóley María Steinarsdóttir að líta beint rautt spjald fyrir að rífa í hár, en endursýningar sýndu að þetta var röng ákvörðun hjá norska dómaranum Marit Skurdal. Vel leikið hjá Lindu Líf Boama.

Ellefu Víkingum tókst þó ekki að finna jöfnunarmark á lokakaflanum. Þróttur varðist gífurlega vel og skóp að lokum dýrmætan sigur.

Þróttur er í öðru sæti Bestu deildarinnar eftir þennan sigur, með 28 stig úr 12 umferðum. Stelpurnar úr Laugardalnum eru sex stigum á eftir toppliði Breiðabliks og með einn leik til góða.

Víkingur er í fallbaráttu með 10 stig. Þær eru þremur stigum frá öruggu sæti í deild.
Athugasemdir
banner
banner