Florentin Pogba, bróðir franska miðjumannsins Paul Pogba, er kominn aftur heim til Frakklands eftir að hafa spilað í Belgíu á síðasta tímabili.
Florentin er 34 ára gamall miðvörður sem á tæplega 300 leiki í atvinnumennsku.
Hann lék með St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 og má segja að það hafi verið hátindur ferilsins því eftir hélt hann á vit ævintýranna og lék meðal annars í Bandaríkjunum, Tyrklandi og Indlandi.
Á síðasta tímabili lék hann með Virton í belgísku B-deildinni, en er nú kominn aftur heim til Frakklands. Hann samdi í gær við E-deildarlið Stade Poitevin.
Hann og Paul munu því báðir spila í Frakklandi á komandi leiktíð, en Paul gekk í raðir Mónakó í sumar. Mathias, tvíburabróðir Florentin, spilaði út um alla Evrópu, en er ekki að spila lengur.
Mathias var dæmdur á síðasta ári í þriggja ára fangelsi fyrir að reyna kúga fé út úr Paul og var honum gert að greiða bróður sínum 20 þúsund evrur í miskabætur.
???????????? ???????????????????????????????? | Florentin Pogba (34) has signed for 4th division French side Stade Poitevin FC! ? pic.twitter.com/cEnslm1yxV
— EuroFoot (@eurofootcom) August 7, 2025
Athugasemdir