Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Burnley kaupir Broja (Staðfest) - Indiana Jones myndband
Mynd: EPA
Mynd: Burnley
Burnley hefur staðfest félagaskipti Armando Broja frá Chelsea og er hann annar leikmaðurinn sem félagið kaupir úr röðum Chelsea á tveimur sólarhringum eftir kaup á Lesley Ugochukwu í fyrradag.

Burnley borgaði um 23 milljónir punda til að kaupa Ugochukwu og kemur Broja til félagsins fyrir 20 milljónir.

Broja, sem verður 24 ára eftir mánuð, gerir fimm ára samning við Burnley eftir að hafa verið samningsbundinn Chelsea síðustu fimm ár.

Þessi albanski framherji hefur verið samningsbundinn Chelsea síðustu fimm ár en fékk aldrei mörg tækifæri með liðinu. Hann hefur leikið fyrir Southampton, Fulham og Everton á láni en ekki tekist að láta ljós sitt skína á síðustu árum.

Broja er hvorki meira né minna en þrettándi nýi leikmaðurinn sem Burnley fær inn til sín í sumar. Loum Tchaouna, Quillindschy Hartman, Marcus Edwards, Kyle Walker, Max Weiss, Jacob Bruun Larsen, Martin Dúbravka, Axel Tuanzebe, Zian Flemming, Jaidon Anthony og Bashir Humphreys eru allir komnir til félagsins. Burnley hefur eytt meira en 100 milljónum punda í leikmannakaup í glugganum.


Athugasemdir
banner