Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Willum horfði á opnunarleikinn
Mynd: Birmingham
Birmingham 1 - 1 Ipswich
1-0 Jay Stansfield ('55)
1-1 George Hirst ('95, víti)

Willum Þór Willumsson sat allan tímann á varamannabekknum er Birmingham City tók á móti Ipswich Town í opnunarleik nýs tímabils í Championship deildinni.

Leikurinn var jafn og tíðindalítill þar sem lið gengu til búningsklefa í hálfleik í stöðunni 0-0.

Síðari hálfleikurinn bauð upp á örlítið meiri skemmtun þar sem Jay Stansfield tók forystuna fyrir nýliðana á heimavelli á 55. mínútu.

Birmingham hélt forystunni allt þar til seint í uppbótartíma, þegar gestirnir í liði Ipswich fengu dæmda vítaspyrnu. George Hirst skoraði af vítapunktinum til að bjarga stigi.

Alfons Sampsted var utan leikmannahóps heimamanna í Birmingham.

Til gamans má geta að Ipswich féll niður úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð á meðan Birmingham fór upp úr League One deildinni.
Athugasemdir
banner
banner