Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fös 08. ágúst 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Skjöldur í boði á Wembley
Mynd: EPA
Hálfgerð forsýning fyrir enska boltann fer fram á sunnudag er Crystal Palace og Liverpool kljást um samfélagsskjöldinn. Leikurinn er spilaður á Wembley í Lundúnum.

Liverpool varð Englandsmeistari í 20. sinn í vor á meðan Palace varð bikarmeistari í fyrsta sinn.

Liðin mætast klukkan 14:00 á sunnudag en þar á Liverpool möguleika á að vinna skjöldinn í sautjánda sinn í sögu félagsins á meðan Palace gerir sér vonir um að hreppa hann í fyrsta sinn.

Liverpool hefur styrkt sig gríðarlega fyrir komandi átök í enska boltanum og fengið menn á borð við Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Milos Kerkez og Jeremie Frimpong á meðan Palace hefur aðeins fengið þá Borna Sosa og Walter Benitez.

Næstu helgi hefst síðan enska úrvalsdeildin en þar mætast Liverpool og Bournemouth á meðan Palace hefur leik gegn heimsmeisturum Chelsea.

Flest úrvalsdeildarliðin eru að spila æfingaleiki þessa helgina. Arsenal mætir Athletic Bilbao í Emirates-bikarnum á morgun, Manchester United fær Albert Guðmundsson og félaga í Fiorentina í heimsókn á Old Trafford, Manchester City spilar við Palermo og þá spilar Chelsea við AC Milan.

Leikur helgarinnar:

Sunnudagur:
14:00 Crystal Palace - Liverpool
Athugasemdir
banner
banner