Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 09:03
Elvar Geir Magnússon
Freysa alveg sama um skoðun hans - Sjáðu Evrópumörk Sævars
Mynd: Af netinu
Brann vann í gær öflugan útisigur, 0-2, gegn sænska liðinu Häcken í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en þetta var fyrri viðureign liðanna og lærisveinar Freys Alexanderssonar í góðri stöðu.

Silas Andersen, leikmaður Häcken, sagði eftir leikinn að þrátt fyrir tap síns liðs þá væri hann á þeirri skoðun að Brann væri ekki betra lið. Freyr var spurður út í þessi ummæli og var algjörlega ósammála.

„Ég get sagt við Silas: Þú ert frábær karakter og hæfileikaríkur leikmaður. En mér er alveg sama um skoðun þína á okkur. Við unnum 2-0 og förum til Bergen með þá forystu," sagði Freyr við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

Sævar Atli Magnússon var í miklu stuði með Brann, skoraði tvö mörk og var nálægt þrennunni. Hér að neðan má sjá mörk Sævars.


Athugasemdir
banner
banner