Brann vann í gær öflugan útisigur, 0-2, gegn sænska liðinu Häcken í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en þetta var fyrri viðureign liðanna og lærisveinar Freys Alexanderssonar í góðri stöðu.
Silas Andersen, leikmaður Häcken, sagði eftir leikinn að þrátt fyrir tap síns liðs þá væri hann á þeirri skoðun að Brann væri ekki betra lið. Freyr var spurður út í þessi ummæli og var algjörlega ósammála.
„Ég get sagt við Silas: Þú ert frábær karakter og hæfileikaríkur leikmaður. En mér er alveg sama um skoðun þína á okkur. Við unnum 2-0 og förum til Bergen með þá forystu," sagði Freyr við fjölmiðlamenn eftir leikinn.
Sævar Atli Magnússon var í miklu stuði með Brann, skoraði tvö mörk og var nálægt þrennunni. Hér að neðan má sjá mörk Sævars.
Silas Andersen, leikmaður Häcken, sagði eftir leikinn að þrátt fyrir tap síns liðs þá væri hann á þeirri skoðun að Brann væri ekki betra lið. Freyr var spurður út í þessi ummæli og var algjörlega ósammála.
„Ég get sagt við Silas: Þú ert frábær karakter og hæfileikaríkur leikmaður. En mér er alveg sama um skoðun þína á okkur. Við unnum 2-0 og förum til Bergen með þá forystu," sagði Freyr við fjölmiðlamenn eftir leikinn.
Sævar Atli Magnússon var í miklu stuði með Brann, skoraði tvö mörk og var nálægt þrennunni. Hér að neðan má sjá mörk Sævars.
Athugasemdir