Ipswich Town hefur nælt í sænska landsliðsmanninn Jens Cajuste á láni frá Ítalíumeisturum Napoli út tímabilið.
Þessi 25 ára gamli miðjumaður eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Ipswich er liðið féll aftur niður í ensku B-deildina.
Hann er nú kominn aftur til félagsins og staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu, en hann gerir lánssamning út tímabilið.
Skiptin verða gerð varanleg ef Ipswich kemst upp í úrvalsdeildina.
Gimme, gimme, gimme. ???? pic.twitter.com/vuAhjNlIhC
— Ipswich Town (@IpswichTown) August 7, 2025
Athugasemdir