Íslenska kvennalandsliðið fer niður um þrjú sæti á nýjum heimslista FIFA. Er þetta fyrsti listinn sem gefinn er út eftir Evrópumeistaramótið sem fram fór í sumar.
Ísland var með markmið um að fara upp úr riðlinum á EM en liðið tapaði öllum leikjum sínum og endaði á botni riðilsins.
Ísland var með markmið um að fara upp úr riðlinum á EM en liðið tapaði öllum leikjum sínum og endaði á botni riðilsins.
Ísland er nú í 17. sæti listans en var áður í 14. sæti.
Evrópumeistarar Englands eru í fjórða sæti listans og fara upp um eitt sæti frá síðasta lista. Spánverjar tróna á toppi listans en þær töpuðu úrslitaleiknum á EM gegn Englandi.
Hægt er að skoða heimslistann í heild sinni með því að smella hér.
Athugasemdir