Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 09:19
Elvar Geir Magnússon
Íslenska lögreglan handtók stuðningsmann Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað var um í morgun þá var hópur stuðningsmanna Bröndby með ofbeldi og skemmdarverk í kringum leik liðsins gegn Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Einn úr hópnum var handtekinn af lögreglunni en sleppt að lokinni yfirheyrslu samkvæmt frétt Tipsbladet í Danmörku.

Það voru um 200 stuðningsmenn Bröndby mættir til Íslands vegna leiksins en 30 manna hópur af boltabullum var til vandræða. Einn af þeim er sagður hafa kýlt lögreglumann í andlitið og ekki ólíklegt að það hafi verið sá aðili sem hafi verið handtekinn.

Fyrir og eftir leikinn olli þessi hópur vandræðum og ullu skemmdarverkum bæði á Ölveri, þar sem hitað var upp fyrir leikinn, og svo á vellinum sjálfum. Víkingar segja að skemmdarverkin sem hafi verið unnin á velli sínum velti á milljónum.

„Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings, við Vísi.

Víkingur vann leikinn 3-0 og sauð allt upp úr að honum loknum. Tipsbladet hefur óskað eftir viðbrögðum Bröndby.
Athugasemdir
banner
banner