
Gareth Taylor hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennaliðs Liverpool og mun hann stýra liðinu næstu árin.
Taylor hefur mikla reynslu en hann var síðast þjálfari kvennaliðs Manchester City. Þar vann hann tvo bikarmeistaratitla og var með liðið í toppbaráttu.
Taylor hefur mikla reynslu en hann var síðast þjálfari kvennaliðs Manchester City. Þar vann hann tvo bikarmeistaratitla og var með liðið í toppbaráttu.
Taylor var rekinn frá City fyrr á þessu ári, aðeins nokkrum dögum fyrir úrslitaleik deildabikarsins.
Liverpool hefur verið án þjálfara frá því að Matt Beard yfirgaf félagið í febrúar. Amber Whitely, sem var aðstoðarþjálfari, stýrði liðinu til bráðabirgða.
Kvennalið Liverpool hefur verið á uppleið síðustu ár en liðið endaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir