Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
banner
   fös 08. ágúst 2025 12:25
Elvar Geir Magnússon
Ndidi til Besiktas (Staðfest)
Ndidi í landsleik gegn Íslandi á HM 2018.
Ndidi í landsleik gegn Íslandi á HM 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leicester City hefur staðfest að félagið sé búið að selja miðjumanninn vinnusama Wilfred Ndidi til Besiktas í Tyrklandi. Kaupverðið er 8 milljónir punda.

Hann hefur verið hjá Leicester síðan í janúar 2017 og vann FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn á tíma sínum hjá félaginu.

Í yfirlýsingu Leicester segir að Ndidi hafi verið gríðarlega vinsæll meðal liðsfélaga, starfsmanna og stuðningsmanna.

Ndidi er 28 ára og hefur leikið 66 landsleiki fyrir Nígeríu.


Athugasemdir
banner