Hinn bráðefnilegi Ethan Nwaneri hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal. Hann er núna samningsbundinn félaginu til 2030.
Eitthvað hefur verið talað um áhuga á Nwaneri í sumar og var meðal annars rætt um að Chelsea hefði spurst fyrir um hann þegar Arsenal var að ganga frá kaupum á Noni Madueke.
Eitthvað hefur verið talað um áhuga á Nwaneri í sumar og var meðal annars rætt um að Chelsea hefði spurst fyrir um hann þegar Arsenal var að ganga frá kaupum á Noni Madueke.
En hann er ekki að fara neitt, er búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við Lundúnafélagið.
Kantmaðurinn er aðeins 18 ára gamall en hann var bara með eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal.
Nwaneri kom að 11 mörkum í 37 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð og má segja að hann hafi sprungið út.
Hann fer í nýtt númer á komandi tímabili, var númer 53 en verður númer 22 núna.
Athugasemdir