Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko var í dag viðstaddur opnunina á nýju æfingasvæði Manchester United.
Sesko er mættur til Manchester en hann gekkst í dag undir læknisskoðun hjá United.
Sesko er mættur til Manchester en hann gekkst í dag undir læknisskoðun hjá United.
Hann skrifar svo jafnframt undir samninginn í dag og verður kynntur til leiks hjá félaginu á morgun. Stuðningsmenn fá að sjá hann á Old Trafford þar sem hann mun ganga út á völlinn í kringum æfingaleik liðsins gegn Fiorentina.
Man Utd er að kaupa Sesko frá RB Leipzig fyrir 85 milljónir evra. Hann á að leiða sóknarlínuna á Old Trafford.
Man Utd hefur varið 50 milljónum punda í að endubyggja Carrington æfingasvæðið. Það var vígt í dag en Sir Jim Ratcliffe, eigandi United, klippti á borðann.
Hér fyrir neðan má sjá myndband frá æfingasvæðinu.
Take a look inside a refreshed Carrington, where Ruben's reinvigorated Reds strive for success ???????? pic.twitter.com/4yPfsMsfQI
— Manchester United (@ManUtd) August 8, 2025
Athugasemdir