Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Útiloka ekki skiptidíl við Arsenal
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid vill ekki útiloka þann möguleika á að gera hrein leikmannaskipti við Arsenal en þetta kemur fram í DefensaCentral.

Samkvæmt DefensaCentral er Real Madrid reiðubúið að láta Rodrygo af hendi í sumar og er Arsenal sagt eitt af þeim félögum sem hafa áhuga á brasilíska sóknarmanninum.

Real Madrid hefur á meðan áhuga á franska miðverðinum William Saliba og er ekki hægt að útiloka hrein leikmannaskipti á milli félaganna.

Ibrahima Konate, miðvörður Liverpool, er efstur á óskalista Madrídinga og þá helst þar sem hann verður samningslaus á næsta ári, en ef Konate framlengir við Liverpool munu Madrídingar færa einbeitingu sína alfarið á Saliba.

Madrídingar sjá Konate og Saliba sem framtíðar miðverði hjá félaginu, en það gæti einnig lent á vegg þegar það kemur að Saliba þar sem hann er sagður nálægt því að framlengja samning sinn hjá Arsenal.

Óvíst er hvort Real Madrid reyni við miðverðina fyrir lok gluggans, en tíminn verður að leiða það í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner