Fram kom í Dr Football hlaðvarpinu í gær að KR væri að sækja serbneskan miðvörð. Sá heitir Vasilije Bakic og er 25 ára gamall.
Hann er hins vegar ekki á leið í KR þar sem hann var að semja við Ilves Tampere í finnsku úrvalsdeildinni í dag.
Hann er hins vegar ekki á leið í KR þar sem hann var að semja við Ilves Tampere í finnsku úrvalsdeildinni í dag.
Bakic spilaði síðast í Aserbaídsjan og þar áður var hann í heimalandinu þar sem hann spilaði 85 leiki í serbnesku úrvalsdeildinni.
KR gekk fyrr í dag frá félagaskiptum fyrir Galdur Guðmundsson sem kemur frá Horsens í Danmörku. Áður hafði Amin Cosic komið frá Njarðvík og Orri Hrafn Kjartansson frá Val.
KR þarf þó líklega að styrkja varnarlínu sína en liðið hefur fengið á sig flest mörk af öllum liðum Bestu deildarinnar í sumar, 40 í 17 leikjum.
Athugasemdir