Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 08. september 2020 08:20
Magnús Már Einarsson
Hector Bellerín kaupir stóran hlut í Forest Green Rovers
Mynd: Getty Images
Hector Bellerín, varnarmaður Arsenal, er orðinn næststærsti hluthafinn hjá Forest Green Rovers í ensku D-deildinni.

Forest Green Rovers hefur markað sér sérstöðu á Englandi en frá því árið 2015 hefur allt félagið verið vegan.

FIFA og Sameinuðu þjóðirnar hafa bæði valið Forest Green Rovers sem umhverfisvænasta félag í heimi.

„Ég er svo spenntur að vera hluti af FGR fjölskyldunni. Ég ætla að hjálpa eins og ég get og styðja fólk sem vill breyta heiminum til hins betra," sagði Bellerín.

Hinn 25 ára gamli Bellerín hefur hugsað mikið um umhverfismál en hann safnaði pening til að láta gróðursetja 60 þúsund tré í Amazon skóginum.
Athugasemdir
banner
banner