Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 08. september 2020 15:58
Elvar Geir Magnússon
Kolarov til Inter (Staðfest)
Ítalska félagið Inter hefur keypt Aleksandar Kolarov frá Roma.

Vinstri bakvörðurinn gekkst undir læknisskoðun í gær og skrifaði undir í Mílanó í dag. Inter hafnaði í öðru sæti í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili.

Kolarov verður 35 ára í nóvember en hann kostar Inter rúmlega 1,5 milljónir evra.

Hann er fyrrum leikmaður Lazio og Manchester City og á 92 landsleiki fyrir Serbíu á ferilskrá sinni.


Athugasemdir
banner