Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. september 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einkunnagjöf Íslands: Besti landsleikur Ísaks?
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann í leiknum.
Þórir Jóhann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld.

Svona er einkunnagjöf Fótbolta.net frá leiknum. Timo Werner var í raun okkar besti maður því hann klúðraði svo mikið af færum.

Hannes Þór Halldórsson 5
Varði einu sinni mjög vel í fyrri hálfleiknum. Hefði átt að gera betur í fjórða markinu. Spurning hvort þetta hafi verið hans síðasti landsleikur.

Birkir Már Sævarsson 4
Var ekkert rosalega vel staðsettur í fyrsta markinu og Sane fékk því fullt af tíma og plássi. Kom ekki mikið frá honum sóknarlega.

Brynjar Ingi Bjarnason 5
Framtíðin er björt með hann í hjarta varnarinnar. Það þarf bara að finna einhvern með honum.

Jón Guðni Fjóluson 4
Leit svo sannarlega ekki vel út í fjórða markinu.

Ari Freyr Skúlason 5
Gerði sitt ágætlega í leiknum en var hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.

Guðlaugur Victor Pálsson 4 ('89)
Missti af Gnabry í fyrsta markinu. Þarf að gera betur í því að valda vörnina. Ekki hans besta verkefni, svo sannarlega ekki.

Jóhann Berg Guðmundsson 5 ('70)
Fínn leikur hjá Jóa Berg. Óheppinn að skora ekki þegar hann átti þrumuskot í stöngina.

Birkir Bjarnason 4
Ekki alveg besti leikur Birkis inn á miðsvæðinu.

Ísak Bergmann Jóhannesson 6 ('70) - Besti maður Íslands
Líklega hans besti landsleikur að mörgu leyti, aðallega sóknarlega. Mikill drifkraftur í honum og sýndi gæði sín. Margar sendingar með fyrstu snertingu sem virkuðu vel.

Þórir Jóhann Helgason 5
Mikill kraftur í Þóri og hann hleypur rosalega mikið. Hefði kannski getað gert betur úr ákveðnum stöðum.

Albert Guðmundsson 4 ('80)
Ekki hans besta staða að vera fremsti maður. Stundum hangir hann aðeins of lengi á boltanum.

Varamenn:

Arnór Sigurðsson 5 ('70)
Kom sér ekki rosalega mikið inn í leikinn.

Jón Dagur Þorsteinsson 5 ('70)
Sama og með Arnór.

Andri Lucas Guðjohnsen - ('80)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.

Andri Fannar Baldursson - ('89)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner