Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. október 2019 16:10
Magnús Már Einarsson
Barnsley og Sunderland reka stjóra
Barnsley og Sunderland hafa bæði ákveðið að skipta um stjóra eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Barnsley ákvað að reka Daniel Stendel eftir 5-1 tap gegn Preston um helgina.

Barnsley hefur ekki unnið síðan í fyrstu umferð gegn Fulham en liðið er í næstneðsta sæti í Championship deildinni.

Sunderland er í 6. sæti í ensku C-deildinni en liðið rak Jack Ross úr starfi í dag.

Ross hefur stýrt Sunderland í eitt og hálft ár en hann náði ekki að rífa liðið upp úr ensku C-deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir