Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 08. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barnes framlengir og segist vilja klára ferilinn hjá Burnley
Ashley Barnes.
Ashley Barnes.
Mynd: Getty Images
Ashley Barnes hefur framlengt samning sinn við Burnley og segist hann vilja spila hjá félaginu út ferilinn.

Nýr samningur sóknarmannsins gildir til 2022 og hefur Burnley möguleika að framlengja hann um eitt ár til viðbótar.

„Ég vil klára ferilinn hérna. Á þessu augnabliki sé ég ekkert annað fyrir mig. Ég vil halda áfram að spila á hæsta stigi, og vonandi verður það með Burnley."

Barnes kom til Burnley frá Brighton árið 2014 og hefur skorað 41 mark í 189 leikjum fyrir félagið.

Burnley er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið heimsækir West Ham á morgun.
Athugasemdir
banner
banner