sun 08. desember 2019 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Áttundi sigur Leicester í röð
Sextán mörk í 16 leikjum.
Sextán mörk í 16 leikjum.
Mynd: Getty Images
Fernandez fagnar sigurmark sínu af innlifun.
Fernandez fagnar sigurmark sínu af innlifun.
Mynd: Getty Images
Rauða spjaldið var dregið til baka.
Rauða spjaldið var dregið til baka.
Mynd: Getty Images
Leicester City virðist ætla að vera liðið sem mun veita Liverpool einhverja samkeppni um enska meistaratitilinn.

Leicester fór til Birmingham í dag og vann þar nokkuð þægilegan 4-1 sigur. Jamie Vardy skoraði fyrsta markið á 20. mínútu og bætti Kelechi Iheanacho við öðru marki á 41. mínútu. Staðan í hálfleik var þó 2-1 þar sem Jack Grealish náði að minnka muninn.

Í upphafi seinni hálfleiks komst Leicester aftur í tveggja marka forystu þegar miðvörðurinn Jonny Evans skoraði.

Vardy gerði svo fjórða mark Leicester á 75. mínútu leiksins. Hann er kominn með 16 mörk í 16 deildarleikjum og er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Hinn 32 ára gamli Vardy er sjóðandi heitur.

Þetta er áttundi deildarsigur Leicester í röð, níundi sigurinn í röð í öllum keppnum. Leicester er í öðru sæti, átta stigum frá Liverpool. Aston Villa er í 17. sæti með 15 stig.

Aston Villa 1 - 4 Leicester City
0-1 Jamie Vardy ('20 )
0-2 Kelechi Iheanacho ('41 )
1-2 Jack Grealish ('45 )
1-3 Jonny Evans ('49 )
1-4 Jamie Vardy ('75 )

Argentíski varnarmaðurinn Federico Fernandez var hetja Newcastle gegn Southampton á heimavelli.

Danny Ings kom Southampton yfir á 52. mínútu, en Jonjo Shelvey jafnaði fyrir Newcastle á 68. mínútu. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði svo Fernandez þegar hann náði frákasti eftir skot Sean Longstaff.

Newcastle er komið upp í tíunda sæti með öðrum sigri sínum í röð. Liðið er með 22 stig. Southampton er í 18. sæti með 15 stig.

Newcastle 2 - 1 Southampton
0-1 Danny Ings ('52 )
1-1 Jonjo Shelvey ('68 )
2-1 Federico Fernandez ('88 )

Þá hafði Sheffield United betur gegn Norwich í nýliðaslag á Carrow Road, heimavelli Norwich.

Alexander Tettey kom Norwich yfir á 27. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir frá Sheffield sneru við leiknum í síðari hálfleik. Enda Stevens jafnaði á 49. mínútu og skoraði George Baldock á 52. mínútu. Vængbakverðir Sheffield United að sjá um markaskorun.

Dean Henderson, markvörður Sheffield United sem er í láni frá Manchester United, varði nokkrum sinnum vel á lokamínútum leiksins. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Sheffield United.

Það var athyglisvert atvik í leiknum á 74. mínútu þegar Chris Basham, leikmaður Sheffield United, fékk rautt spjald fyrir tæklingu á Kenny McLean. Rauða spjaldið var dregið til baka eftir VAR-skoðun og fékk hann gult spjald. „Þetta er ekki fótbolti lengur," var sungið á vellinum.

Norwich 1 - 2 Sheffield Utd
1-0 Alexander Tettey ('27 )
1-1 Enda Stevens ('49 )
1-2 George Baldock ('52 )

Klukkan 16:30 hefst leikur Brighton og Wolves. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner