Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. desember 2019 22:02
Magnús Már Einarsson
Spánn: Sevilla mistókst að þjarma almennilega að toppliðunum
Sevilla gerði jafntefli í kvöld.
Sevilla gerði jafntefli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sevilla gerði 1-1 jafntefli við Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og mistókst þar að þjarma almennilega að toppliðunum Real Madrid og Barcelona.

Sevilla er eftir leikinn með 31 stig, þremur stigum á eftir toppliðunum.

Kantmaðurinn reyndi Joaquin var maður dagsins í spænska boltanum. Joaquin skoraði þrennu á fyrstu tuttugu mínútunum í 3-2 sigri á Athletic Bilbao.

Joaquin sló 55 ára gamalt Alfredo di Stefano með þrennunni en hann er nú sá elsti í sögunni til að skora þrennu í La Liga. Joaquin er 38 ára og 140 daga gamall.

Betis 3 - 2 Athletic
1-0 Joaquin ('2 )
2-0 Joaquin ('11 )
3-0 Joaquin ('20 )
3-1 Inaki Williams ('44 , víti)
3-2 Yuri Berchiche ('75 )

Eibar 0 - 1 Getafe
0-1 Angel Rodriguez ('67 )
Rautt spjald:Fabian Orellana, Eibar ('90)

Leganes 3 - 2 Celta
1-0 Oscar ('15 )
2-0 Oscar ('39 )
3-0 Kevin Rodrigues ('55 )
3-1 Nestor Araujo ('64 )
3-2 Iago Aspas ('81 )
Rautt spjald:Gabriel Fernandez, Celta ('71)

Osasuna 1 - 1 Sevilla
0-1 Munir El Haddadi ('11 )
1-1 Ezequiel Avila ('45 )
Rautt spjald:Sanjurjo Oier, Osasuna ('61)

Valladolid 0 - 0 Real Sociedad
Athugasemdir
banner
banner