Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 08. desember 2023 13:07
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Chelsea reiðir út í Maatsen - „Búinn hjá þessu félagi“
Ian Maatsen.
Ian Maatsen.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Chelsea eru reiðir út í Ian Maatsen, leikmann liðsins, eftir hátterni hans á samfélagsmiðlum eftir 2-1 tap Chelsea gegn Manchester United.

Sofyan Amrabat miðjumaður Manchester United setti inn mynd á Instagram og þakkaði stuðningsmönnum fyrir. Það kom á óvart að einn af leikmönnum Chelsea svaraði póstinum. Maatsen setti inn mynd af eldi og aðra af mynd af manni að senda kveðju.

Maatsen, sem var ónotaður varamaður í leiknum, eyddi síðan skilaboðunum.

Stuðningsmenn Chelsea voru allt annað en sáttir við þessa hegðun Maatsen og margir segja að dagar hans hjá félaginu séu taldir.

Núgildandi samningur Maatsen átti að renna út í lok tímabilsins en samkvæmt enskum fjölmiðlum virkjaði félagið ákvæði um framlengingu um eitt ár í viðbót, án þess að tilkynna það.

Chelsea ætlaði að lána Maatsen aftur til Burnley, þar sem hann lék á síðasta tímabili, en hann hafnaði því sjálfur því hann ákvað að berjast um sæti í liði Chelsea.

Maatsen hefur spilað átta úrvalsdeildarleiki á tímabilinu, alla sem varamaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner