Marcus Rashford var bekkjaður í vikunni og fróðlegt að sjá hvort hann snúi aftur í byrjunarlið Manchester United þegar liðið mætir Bournemouth á morgun.
„Rashford er gríðarlega góður leikmaður. Þú nærð ekki árangri með bara ellefu leikmönnum og hann getur ekki spilað alla leiki,“ sagði Ten Hag þegar hann var spurður að því hvort enski sóknarmaðurinn yrði í byrjunarliðinu á morgun.
„Hann er ekki að spila eins vel og hann gerði á síðasta tímabili, en ég er sannfærður um að hann komist aftur á flug.“
„Rashford er gríðarlega góður leikmaður. Þú nærð ekki árangri með bara ellefu leikmönnum og hann getur ekki spilað alla leiki,“ sagði Ten Hag þegar hann var spurður að því hvort enski sóknarmaðurinn yrði í byrjunarliðinu á morgun.
„Hann er ekki að spila eins vel og hann gerði á síðasta tímabili, en ég er sannfærður um að hann komist aftur á flug.“
Ten Hag var þá spurður að því hvað Rashford þyrfti að gera?
„Ég sagði það sama varðandi Scott McTominay og Harry Maguire. Þetta er í þeirra höndum. Í hverri viku þá ræðst liðið á æfingasvæðinu. Bestu leikmennirnir munu mynda liðið og spila.“
Á fundinum var Ten Hag einnig spurður út í McTominay, sem skoraði bæði mörkin í 2-1 sigrinum gegn Chelsea.
„Ég sá það strax þegar ég fór að vinna með liðinu að hann er með öflugt lyktarskyn í teignum. Hann er góður í að klára færin. Við viljum að hann spili í þannig stöðu að hann fái boltann í teignum, þá vitum við að hann klárar dæmið," segir Ten Hag.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 23 | 17 | 5 | 1 | 56 | 21 | +35 | 56 |
2 | Arsenal | 24 | 14 | 8 | 2 | 49 | 22 | +27 | 50 |
3 | Nott. Forest | 24 | 14 | 5 | 5 | 40 | 27 | +13 | 47 |
4 | Chelsea | 24 | 12 | 7 | 5 | 47 | 31 | +16 | 43 |
5 | Man City | 24 | 12 | 5 | 7 | 48 | 35 | +13 | 41 |
6 | Newcastle | 24 | 12 | 5 | 7 | 42 | 29 | +13 | 41 |
7 | Bournemouth | 24 | 11 | 7 | 6 | 41 | 28 | +13 | 40 |
8 | Aston Villa | 24 | 10 | 7 | 7 | 34 | 37 | -3 | 37 |
9 | Fulham | 24 | 9 | 9 | 6 | 36 | 32 | +4 | 36 |
10 | Brighton | 24 | 8 | 10 | 6 | 35 | 38 | -3 | 34 |
11 | Brentford | 24 | 9 | 4 | 11 | 42 | 42 | 0 | 31 |
12 | Crystal Palace | 24 | 7 | 9 | 8 | 28 | 30 | -2 | 30 |
13 | Man Utd | 24 | 8 | 5 | 11 | 28 | 34 | -6 | 29 |
14 | Tottenham | 24 | 8 | 3 | 13 | 48 | 37 | +11 | 27 |
15 | West Ham | 24 | 7 | 6 | 11 | 29 | 46 | -17 | 27 |
16 | Everton | 23 | 6 | 8 | 9 | 23 | 28 | -5 | 26 |
17 | Wolves | 24 | 5 | 4 | 15 | 34 | 52 | -18 | 19 |
18 | Leicester | 24 | 4 | 5 | 15 | 25 | 53 | -28 | 17 |
19 | Ipswich Town | 24 | 3 | 7 | 14 | 22 | 49 | -27 | 16 |
20 | Southampton | 24 | 2 | 3 | 19 | 18 | 54 | -36 | 9 |
Athugasemdir