Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 11:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fylgdi því mikil pressa að vera nýr Kante
Mynd: EPA

Það var mikil pressa á Moises Caicedo, leikmanni Chelsea, á síðustu leiktíð eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Brighton.

Caicedo var keyptur til Chelsea fyrir 115 milljónir punda og er því einn af dýrustu leikmönnum úrvalsdeildarinnar. Því fylgdi mikil pressa en þá var hann einnig að reyna fylla skarð sem hafði gengið illa hjá félaginu að gera undanfarin ár.


„Pressan er öðruvísi þegar maður mætir í stórt félag, fyrst og fremst þarf maður að aðlagast liðsfélögunum og hvað þjálfarinn vilja frá manni," sagði Caicedo.

Caicedo hefur verið öflugur á þessu tímabili með Chelsea en hann hefur verið algjör fastamaður.

„Að vera með dýrustu leikmönnum í sögu úrvalsdeildarinnar var eitt en einnig var ég með þá pressu á mér að vera nýr N'Golo Kante. Það hafði mikil áhrif á mig en þegar ég hætti að spá í það þá byrjaði ég að einbeita mér af því að hjálpa liðinu og sanna að ég er þess virði," sagði Caicedo.

„Ég lauk tímabilinu mjög vel og vissi að þettaa yrði mitt tímabil því ég stillti mig inn á það."


Athugasemdir
banner
banner