Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. janúar 2023 21:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Nketiah með tvö í sigri Arsenal
Mynd: Getty Images

Oxford United 0 - 3 Arsenal
0-1 Mohamed Elneny ('63 )
0-2 Edward Nketiah ('70 )
0-3 Edward Nketiah ('76 )

Arsenal er komið áfram í enska bikarnum eftir sigur á Oxford og það verður stórleikur í næstu umferð þar sem Arsenal heimsækir Manchester City.


Markalaust var í hálfleik en það var ansi lokað í fyrri hálfleiknum þar sem hvorugt liðið náði að ógna markinu.

Arsenal komst loksins á flug eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Mohamed Elneny kom liðinu yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Fabio Vieira.

Vieira var aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann sendi boltann í gegn á Eddie Nketiah sem lék á markvörð Oxford og kom boltanum yfir línuna á opið markið.

Nketiah bætti síðan við öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal og tryggði liðinu 3-0 sigur.

Emile Smith-Rowe kom inn á á 75. mínútu en þetta var fyrsti leikurinn hans í nokkra mánuði eftir að hafa verið frá vegna meiðsla.

Liðið mætir því Manchester City í næstu umferð sem vann öruggan sigur á Chelsea.


Enski boltinn - Hvað er að hjá Liverpool og hvað gerir Boehly?
Athugasemdir
banner
banner
banner