Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. febrúar 2022 12:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: DV 
Daði í leyfi frá FH - Sakaður um að áreita ungar stúlkur
Daði Freyr Arnarsson.
Daði Freyr Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Freyr Arnarsson, varamarkvörður FH, er er farinn í leyfi frá félaginu í kjölfar ásakana í hans garð á samfélagsmiðlum en DV fjallar um málið.

Færsla á Twitter þar sem sextán ára stelpa segir frá samskiptum sínum við Daða hefur vakið mikla athygli. Í kjölfarið hafa fleiri stelpur stigið fram og ásakað Daða um áreiti og ósæmilega hegðun.

„Knattspyrnudeild FH er meðvituð um umræðuna sem hefur skapast um ósæmilega hegðun eins leikmanns félagsins og fordæmir hana. Leikmaðurinn hefur nú, að eigin ósk, beðið um tímabundið leyfi frá æfingum og keppni til að fá ráðrúm til að vinna í sínum málum. Félagið hefur orðið við þeirri beiðni og ætlar að styðja við leikmanninn í þeirri vinnu," segir í tilkynningu FH.

Daði Freyr er 23 ára gamall markvörður sem hefur verið á mála hjá FH frá árinu 2016. Hann er með samning við félagið fram til ársins 2023 en í fyrra lék hann á lánssamningi hjá Þór.

Í september á liðnu ári sendi FH frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings þar sem kom fram að leikmaður liðsins væri sakaður um nauðgun. Hann hafði þá ekki verið nafngreindur en Eggert Gunnþór Jónsson er sá sem um ræðir.

„Aðalstjórn FH er mjög meðvituð um umræðuna um ofbeldis- og kynferðisbrot innan knattspyrnunnar, tekur hana alvarlega og fordæmir hvers kyns ofbeldishegðun," sagði í þeirri yfirlýsingu.

Twitter færsla sem kom máli Daða af stað:

Athugasemdir
banner
banner
banner