Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fös 09. febrúar 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Alonso talinn langbesti kosturinn fyrir Liverpool
Xabi Alonso, stjóri Leverkusen.
Xabi Alonso, stjóri Leverkusen.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp hættir sem stjóri Liverpool eftir tímabilið. Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi stjóri Bayer Leverkusen, er efstur á óskalista flestra stuðningsmanna Liverpool.

Alonso var í uppáhaldi stuðningsmanna sem leikmaður Liverpool og skoraði í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005. Stjóraferill hans fer vel af stað og Bayer Leverkusen er á toppi þýsku Bundesligunnar og í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Í skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net, og um 8.500 manns tóku þátt í, sögðu 65% að Alonso væri besti kosturinn fyrir Liverpool. 16% völdu Steven Gerrard og í þriðja sæti var Pep Lijnders, núverandi aðstoðarmaður Klopp.

Komin er inn ný skoðanakönnun á forsíðu þar sem spurt er út í formannsframboð KSÍ.
Hvort liðið vinnur Meistaradeildina?
Athugasemdir
banner