Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 09. febrúar 2024 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Framarar unnu Fylkismenn - Grindavík lagði Gróttu
Breki Baldursson skoraði fyrsta mark Fram
Breki Baldursson skoraði fyrsta mark Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Grindavík unnu bæði í A-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Framarar unnu Fylkismenn, 3-2, í Egilshöllinni, en spilað var í riðli 2. Hinn ungi og efnilegi Breki Baldursson skoraði fyrsta mark Framara á 29. mínútu. Alls voru sex leikmenn fæddir 2004 eða seinna í byrjunarliði Framara í kvöld.

Jannik Pohl gerði annað mark Fram aðeins fimm mínútum síðar og staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Sigfús Árni Guðmundsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net snemma í þeim síðari en Kennie Chopart svaraði fimm mínútum síðar með góðu marki.

Fylkismenn fengu vítaspyrnu þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir og var það Matthias Præst Nielsen sem skoraði úr því, en lengra komust Fylkismenn ekki og lokatölur því 3-2, Fram í vil.

Grindavík lagði á meðan Gróttu, 2-1, á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í riðli 1 í A-deild.

Heimamenn komust í forystu með marki frá Arnþóri Páli Hafsteinssyni eftir klaufagang í varnarleik Grindavíkur. En Grindvíkingar náðu að snúa við taflinu. Einar Karl Ingvarsson og Kristófer Konráðsson skoruðu mörkin.

Þegar um stundafjórðungur lifði leiks fengu Gróttu-menn vítaspyrnu en fóru þar illa að ráði sínu, hömruðu henni í stöng og frákastið síðan framhjá markinu. Lokatölur 2-1 gestunum í vil.

Úrslit og markaskorarar:

Fram 3 - 2 Fylkir
1-0 Breki Baldursson ('29 )
2-0 Jannik Holmsgaard ('34 )
2-1 Sigfús Árni Guðmundsson ('50 , Sjálfsmark)
3-1 Kennie Knak Chopart ('55 )
3-2 Matthias Præst Nielsen ('73 , Mark úr víti)

Grótta 1 - 2 Grindavík
1-0 Arnþór Páll Hafsteinsson
1-1 Einar Karl Ingvarsson
1-2 Kristófer Konráðsson
Markaskorarar sendist á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner